Kjúklingur à la Bogi

Kjúklingur Bogi kjúklingabringur góður kjúlli feta Kjúklingur à la Bogi Þórhildur Helga AKUREYRI
Kjúklingur à la Bogi

Kjúklingur à la Bogi

Við dvöldum á Akureyri um helgina og borðuðum þar á okkur gat – eða kannski göt…  Bogi er afbragðs kokkur og sá um aðalréttin – annars eru þau hjón mjög samstíga í eldhúsinu og stússast þar gjarnan bæði. Á meðan Bogi mallaði kjúllann útbjó Helga salat og kartöflumús úr sætum kartöflum og fetaosti

.

HELGA OG BOGIAKUREYRIKJÚKLINGUR

.

Kjúklingur a la Bogi fyrir 4+

6 kjúklingabringur
fetaostur- kubbur
sólþurraðir tómatar- lítil krukka
ólífur- svartar eða grænar eða í bland. 1 krukka
spínat
PRIMA kjúklingakrydd
salt+svartur pipar
Fetaostur- ólífur og sólþurraðir tómatar saxað saman.
Skerið vasa í kjúklingabringurnar og raðið þar inn í spínatblöðum sem og fetaostsjukkinu. Kryddið bringurnar vel með kjúklingakryddinu og dassi af salti og pipar og setjið í eldfast mót. Látið í 210 gráðu heitan ofn í ca 30-40mínútur – eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
Kjúklingur a la Bogi ólífur sólþurrkaðir tómatar
Kjúklingur à la Bogi

.

HELGA OG BOGIAKUREYRIKJÚKLINGUR

— BOGAKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla