Baklava

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Baklava. Það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar grískur matur og drykkur er annars vegar er trúlega feta, ouzo og baklava. Uppistaðan í baklava er smjördeig, möndlur/hnetur, smjör og hunangsbráð. Einstaklega ljúffengur eftirréttur (það er eiginlega ekki nokkur leið að hætta….).

Baklava
1-2 pokar filo-deig (smjördeig í örþunnum blöðum), fæst frosið t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup

1 poki möndlur með hýði

1 poki saxaðar hnetur, t.d. valhnetur eða heslihnetur

200 g smjör

2 tsk kanill

Sykurbráð:

2 dl vatn

2 dl sykur

1 dl hunang

2 tsk vanilludropar

Saxið möndlur og hnetur, blandið með kanil í skál. Bræðið smjör og penslið eldfast, ferkantað form. *Leggið tvöfalt lag af þynnum í botninn. Penslið og stráið 1-2 msk af hnetum yfir.*
Endurtakið frá * til * þar til hneturnar eru búnar. Leggið nú sex þynnur yfir og penslið á milli þeirra allra.
Skerið út þríhyrninga með beittum hníf, fyrst þverlínur, þá skálínur.
Bakið við 170 gráður í 50 mín. eða þar til yfirborðið hefur tekið góðan lit.
Á meðan er soðið saman vatn, sykur og hunang í 20 mín. Vanillu bætt út í í lokin. Hellt yfir baklavað þegar það kemur úr ofninum.
Borið fram volgt eða við stofuhita. Hér uppi í N-Atlanshafi elskum við rjóma eða ís með mörgu bakkelsi og látum það bara eftir okkur, en það þætti áreiðanlega nokkuð sérkennilegt í upprunalöndum baklava, Grikklandi og Tyrklandi.

 

Baklava OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *