Pestópastasalat

Pestópastasalat

Pestópastasalat. Eins og með ýmislegt fleira er ekki nauðsynlegt að hafa allt sem stendur í uppskriftinni – kannski líkar einhverjum ekki graskersbragðið þá má bara sleppa því.

Pestópastasalat

4 b pasta

1 b grænt pestó

1 dl ólífur

1/3 rauðlaukur, saxaður

1/4 b furuhnetur

ca 1 b graskersbitar

nokkrir sveppir, skornir gróft

1 b frosnar grænar baunir

5-6 tómatar, saxaðir gróft

ferskt basil

1-2 msk góð olía

salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni. Hellið vatninu af, setjið í skál og látið rjúka. Bætið saman við pestói, rauðlauk, ólífum, furuhnetum, graskeri, sveppum, grænum baunum, tómötum, olíu, salti og pipar. Blandið varlega saman. Saxið basil gróft og stráið yfir.

PDF til útprentunar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *