Grísk eplaterta

Eplaterta Grikkland

Grísk eplaterta. Kunnugir segja að þessi uppskrift minni á Milopitu, sem ku vera grísk eplakaka/pæ, það má kannski segja að þessi eplaterta sé af grískum ættum. Það tekur stuttan tíma að undirbúa deigið og hún er kjörin með kaffinu. Eplatertan er mjúk og ilmar vel.

Grísk eplaterta

1 b heilhveiti

1 b spelt

2 tsk lyftiduft

1 tsk kardimommur

1/2 tsk salt

1/2 b kókosolía (brædd)

2/3 b púðursykur

2 tsk vanillu extract

1 b möndlumjólk (eða sojamjólk)

2 msk sykur

1 tsk kanill

2 græn epli

Ofan á:

1/2 b pekan eða valhnetur, saxaðar frekar gróft

1/3 b púðursykur

1/4 b kókosolía, fljótandi

1/2 tsk kanill

1/2 tsk kardimommur

kúffull msk heilhveiti

1/3 tsk salt

Botn: blandið saman heilhveiti, spelti, lyftidufti, kryddi, púðursykri, sykri, vanillu, mjólk og kókosolíu. Skerið eplin í frekar þunnar sneiðar og bætið þeim saman við. Blandið varlega saman. Smyrjið kringlótt form og látið deigið í.

Ofan á: Blandið öllu saman og setjið ofan á deigið. Bakið við 175° í um 50-60 mín.

Eplaterta Grikkland

One thought on “Grísk eplaterta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *