Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu kjúlli  engifer appelsínur
Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

Engifer er gott fyrir heilsuna. Það bætir ofæmiskerfið, er vatnslosandi og styrkir ónæmiskerfið. Það er því ekki verra að setja svolítið af því út í matinn. Hér kemur uppskrift að sparilegri engifer- og appelsínusósu sem er sniðugt að nota sem grunn og bæta afgangi af kjúklingi og grænmeti út í.

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

einn heill kjúklingur í bitum

3 msk olía

1 laukur

1 stilkur af sellerí

1 vænn rauður chilli, skorinn smátt með fræjum og öllu.

4 hvítlauksrif

1 dl appelsínusafi

1 dl matreiðslurjómi eða sojarjómi (má sleppa)

4 msk mangóchutney

1 tsk turmerik

3 sm engiferrót, rifin niður

1 msk af límónuberki

Brúnið kjúklingabitana í olíu og setjið þá í eldfast form. Llátið laukinn, selleríið, hvítlaukrifin og chilli piparinn veltast um í nokkrar mínútur á pönnunni (ekki þrífa hana eftir kjúklinginn). Þá er turmerik kryddinu bætt út í. Bætið appelsínusafanum út í og hrærið vel saman. Þá er rjómanum bætt út í ásamt engiferrótinni.

Látið suðuna koma upp. Þá er límónubörkurinn rifinn yfir réttinn eða rétt áður en hann er borinn fram. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og eldið í 170° heitum ofni í um 40 mín.

Það er upplagt að bera fram með þessum rétti hrísgrjón soðin í kókosmjólk

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu

KJÚKLINGURENGIFERAPPELSÍNUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.