Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos Oddrún, Heilsumamman, Hrákaka, hráterta terta, raw food Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka -holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um mat og matarboð allar helgar. Um daginn birtist girnileg uppskrift sem kallast Hrá súkkulaðikaka. Höfundurinn heitir Oddrún Helga og heldur úti hinni stórfínu síðu Heilsumamman.com  Oddrún segir að þessi skyndikaka sé sú vinsælasta á heimilinu og ekki dreg ég það í efa – útbjó hana fyrir vinnufélaga mína um daginn og hún hvarf eins og dögg fyrir sólu.

 HRÁTERTURTERTUR

.

Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos vínber kókos bláber döðlur hnetur
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka

1 b döðlur
1 b kókos
1 b pakanhnetur
4-5 msk kakó
smá skvetta af vanillu og himalaja salti

Leggið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið með töfrasprota. Malið pekanhneturnar og hrærið öllu saman. Mótið kökuna með því að þrýsta henni ofan í kökumót.

Krem

5 msk kókosolía við stofuhita
5 msk hlynssýróp
5 msk kakó
örlítið af vanillu og smá himalajasalt

Blandið öllu saman, smyrjið kreminu á kökuna og kælið. Skreytið síðan með kókosflögum og litríkum berjum að eigin vali.

.

 HRÁTERTURTERTUR

— HRÁ SÚKKULAÐITERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla