Möndlusteiktur skarkoli

Möndlusteiktur skarkoli koli möndlur fiskur

Möndlusteiktur skarkoli. Get nú ekki sagt að ég eigi sérstaklega góðar kolaminningar frá æskuárum, mér þóttu beinin helst til of mörg og til ama. En nú er öldin önnur. Heitið rauðspretta á skarkolanum er gömul dönskusletta (sbr.Rødspætte) í íslensku. Danska heitið er tilkomið vegna hinna rauðu díla sem sjást í roðinu. Því miður var ekki til capers á heimilinu en engu að síður bragðaðist skarkolinn mjög vel

Möndlusteiktur skarkoli

1/2 b heilhveiti

1/2 b möndluflögur

3/4 tsk svartur pipar

1/2 tsk salt

2 egg

2 msk vatn

600 g koli

4 msk góð olía

1/4 b hvítlaukur í sneiðum

2 msk capers

3 msk sítrónusafi

Fínmalið möndlurnar í matvinnsluvél, setjið í djúpan disk. Blandið saman við heilhveiti, salti og pipar. Hrærið saman vatni og eggjum á öðrum djúpum diski. Veltið fiskinum uppúr eggjunum, þá hveitimöndlublöndunni og steikið á báðum hliðum í olíunni á pönnu. Takið til hliðar. Steikið hvítlaukinn í nokkrar mínútur sömu olíu, bætið restinni af möndlum, kapers saman við og líka sítrónusafanum. Takið hvítlaukinn af pönnunni, setjið fiskinn á hana aftur og hvítlaukinn yfir, látið malla í nokkrar mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.