Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Rabarbarabaka

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum. Það er mikill vandi að elda fisk svo hann verði alveg passlega steiktur (eða soðinn), þetta er ekki bara mínútu spursmál heldur næstum því spurning um sekúndur. Hildur Ýr og Páll Björgvin í Neskaupstað buðu Sætabrauðsdrengjunum í mat og voru með hárrétt eldaðan silung með góðu salati

Lesa meira...

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.

Lesa meira...

Kínóasalat með valhnetum – Hreinasta dásemd

Kínóasalat með valhnetum

Kínóasalat með valhnetum. Mér finnst ágætt að láta svona salöt standa í svo sem klukkutíma áður en þau eru borðuð. Kínóa er hreinasta dásemd eins og áður hefur komið fram. Það er auðvelt að vinna með það, fer vel í maga og svo er það svo meinhollt að það hálfa væri alveg nóg.

Lesa meira...