Rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ

Rabarbarapæ með marengs. Bústnir rabarbaraleggirnir eru nú fullvaxnir og bíða þess víða að verða teknir upp. Gamla góða rabarbarapæið stendur alltaf fyrir sínu – hér er komin eins konar hátíðarútgáfa af því. Í fimmtán ára afmæli Laufeyjar Birnu kom Vilborg frænka hennar með þetta líka fína rabarbarapæ með marengs.

Rabarbarapæ með marengs

400-500 g smátt skorinn rabarbari

1 dl kókosmjöl

ca 20-30 g marsipan (t.d. þessi í bleika pk)

Skerið rabarbarann í bita og setjið í form, magnið fer eftir smekk en má gjarnan þekja botninn. Stráið kókosmjöli yfir og blandað saman við. Yfir þetta er sáldrað gróft rifnu marsipani.

Deigið:

200 g smjör

1 1/2 dl sykur

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

2 egg

1 tsk vanillu extrakt (eða dropar)                                                                                                                                                               Bræðið smjörið í potti. Bætið þurrefnunum út í og hrærið saman. Setjið að síðustu eggin og vanillu og hrærið vel saman með sleif. Hellið yfir rabarbarann og bakið við 180°C í 20 mín.

Marengs:

3 eggjahvítur

100 g sykur

Setjið í skál og stífþeytið.

Kakan (sem nú er næstum bökuð) er tekin út úr ofninum og marengsinum smurt  yfir.         Sett hið snarsta aftur í ofninn og bakað í 10 mínútur í viðbótar.

PDF til útprentunar

RabarbarapæRabarbarapæ

SaveSave

2 thoughts on “Rabarbarapæ með marengs

  1. Þessi varð ekki nógu góð hjá mér, fannst eitthvað vanta eða ég kannski ekki sett nógu mikið marsipan. Ég hellti bræddu súkkulaði yfir hana og hún var strax betri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *