Döðlukaka með chili

Dodlukaka

Döðlukaka með chili. Bergþór minn fór í Síðdegisútvarpið á Rás 2 í dag færandi hendi með döðluköku. Þar fræddi hann hlustendur um tónleika sem verða á Austurlandi næstu daga. Döðlukakan var svolítið sérstök út af chilisúkkulaðinu, en þeir sem vilja ekki mjög sterkt, geta notað venjulegt.

Döðlukaka með chili

2 dl hrásykur

2 dl kókosmjöl

2 dl döðlur, klipptar gróft með skærum

100 g gott (chili)súkkulaði

2 egg

2 msk hveiti

1 tsk vínsteinslyftiduft.

Blandað saman í skál, bakað við u.þ.b. 150°C í u.þ.b. 40 mín. Þeyttur rjómi með (eða ís).

kvartett

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *