Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum Viðar, Bergþór, Garðar Thór og Páll Björgvin Jóhann, Gissur Páll og Hildur Ýr mangó chutney pistasíur hnetur norðfjörður neskaupstaður fjarðabyggð
Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum. Það er mikill vandi að elda fisk svo hann verði alveg passlega steiktur (eða soðinn), þetta er ekki bara mínútu spursmál heldur næstum því spurning um sekúndur. Hildur Ýr og Páll Björgvin í Neskaupstað buðu Sætabrauðsdrengjunum í mat og voru með hárrétt eldaðan silung með góðu salati

HILDUR ÝR  SILUNGUR  — NESKAUPSTAÐUR

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum
Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum. Uppskriftin er fyrir 8

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum.

2 dl pistasíuhnetur

2 tsk pipar, svartur

1400 g silungur

2 dl kóriander

2 stk lime

2 tsk salt

Maldon salt

8 msk mango chutney

Hitið ofnin í 180°C. Setjið silungsflökin í eldfast mót, dreypið safanum úr límónunni, og kryddið með salti og pipar. Smyrjið mangóchutney jafnt yfir flökin og stráið því næst hnetunum yfir. Bakið í 10-15 mín. Saxið kóríander niður og stráið yfir.

Ég notaði ekki allar hneturnar né kórianderið – setti það í skál og bar það fram með fiskinum. Gott að hver og einn geti fengið sér að vild.

Borið fram með fersku salati og sósu.

Sósan sem ég gerði með var sýrður rjómi, mango chutney, salt og pipar, lime og kóriander. Hlutföll eru ekki til – bara smakka og finna rétta bragðið

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum Rabarbarabaka Sætabrauðsdrengirnir, Hildur Páll Björgvin
Jóhann, Gissur Páll og Hildur Ýr
Rabarbarabaka Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum viðar Bergþór Garðar Thór Páll Björgvin
Viðar, Bergþór, Garðar Thór og Páll Björgvin

.

— SILUNGUR MEÐ MANGÓCHUTNEY —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.