Rababarabaka góðrar grannkonu

Rabarbarabaka

Rababarabaka góðrar grannkonu. Bæjarstjórahjónin í Fjarðabyggð bauð Sætabrauðsdrengjunum í mat í frægðarför hópsins austur á land. Dásamlegur silungur rann ljúflega niður og á eftir var þessi góða rabarbarabaka

Rababarabaka góðrar grannkonu

Rabbabari niðursneiddur – í stórt eldfast mót eða tvö lítil. Þannig að hann hylji botninn vel. 2 tsk kanill

2 msk súkkulaðispænir

Deig:

300 g hveiti

200 g púðursykur

100 g kókosmjöl

2 tsk vanillusykur

200 g smjör

Allt hnoðað saman í skál.

Rabbabarinn settur í botninn á eldföstu móti og kanil dreift yfir ásamt ljósum súkkulaðispæni.

Síðan er deigið sett yfir rabbabarann og sett inn ofn – bakað á 180 gráðum í 20 – 30 mínútur.

Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.

RabarbarabakaRabarbarabaka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *