Lax með spergilkálspestói

Lax með spergilkálspestói

Lax með spergilkálspestói. Borðum fisk, feitan fisk hann er hollari. Hins vegar er mikill vandi að elda fiskinn svo hann verði passlegur, það má alls ekki ofelda fisk. Með mátulega elduðum fiski þarf ekkert viðbit, eru annars ekki allir löngu hættir að nota TÓLG/SMJÖR út á fiskinn?

Lax með spergilkálspestói

1 kg bleikja/lax

1/2 b grænt pestó

1/2 b pistasíuhnetur

1 hvítlauksrif

2/3 b spergilkál, saxað gróft

1-2 msk valhnetur

2 msk góð olía

salt og pipar

1 msk sítróna

Setjið pestó, pistasíur, hvítlauk, spergilkál, valhnetur, olíu, salt, pipar og sítrónusafa í matvinnsluvél og maukið (ekki of fínt). Látið fiskiflakið í eldfast form, pestóið yfir og bakið við 175° í um 15-20 mín.

Lax með spergilkálspestói

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *