Grískur kjúklingaréttur

Grískur kjúklingaréttur grikkland kjúlli í ofni kartöflur ofnréttur GRIKKLAND GRÍSKUR MATUR KJÚKLINGUR
Grískur kjúklingaréttur

  Grískur kjúklingaréttur.

Mikið er alltaf áhugavert að prófa rétti sem eru „eyrnamerktir“ öðrum löndum. Þessa dagana er ég upptekinn af grískum mat og matarmenningu. Sérstaka athygli mína vakti að það eiga að vera 12 ólífur í réttunum 🙂

Satt best að segja fylgdi ég ekki alveg leiðbeiningunum hér að neðan. Kjúklingalærin úrbeinaði ég, skar í tvennt og raðaði í eldfast form. Svo blandaði ég öllum hráefnunum nema fetaostinum og steinseljunni saman í skál og setti yfir lærinu. Því næst fór osturinn inn og þetta var svo eldað við lágan hita í ofni í 2 1/2 klst (með álpappír yfir lengst af) og að lokum var sett söxuð steinselja yfir.

.

GRIKKLANDKJÚKLINGURPOTTRÉTTIRFETA OSTUR

.

Grískur kjúklingaréttur
Grískur kjúklingaréttur

Grískur kjúklingaréttur

8 kjúklingalæri
2 laukar
olía
750 g kartöflur, skornar í bita
1 rauð paprika skorin í strimla
1 gul paprika skorin í strimla
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 tsk paprikuduft, sætt
1 msk oreganó
400 g tómatar
12 ólífur
steinselja
1 b fetaostur

Snöggsteikjið kjúklinginn á vel heitri pönnu og raðið í eldfast form. Steikið laukinn í olíunni, bætið við hvítlauk, papriku, kartöflum og kryddi. Setjið yfir kjúklinginn, látið ólífur yfir og fetaost. Bakið í ofni í um 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur. Saxið steinselju og stráið yfir áður en þið berið réttinn á borð.

.

GRIKKLANDKJÚKLINGURPOTTRÉTTIRFETA OSTUR

GRÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.