Grískt gúrkusalat

salat gurkur

Grískt gúrkusalat. Kannski var ég í Grikklandi í síðasta lífi eða lífinu þar á undan. En mér þykir grískur matur mjög góður. Salat eins og þetta getur verið forréttur eða sem meðlæti.

Grískt gúrkusalat

2 stórar gúrkur

grænt salat að vild

1 stórt avókadó, skorið niður frekar gróft

1/2 b kasjúhnetur

1/2 b ólífur

1/2 b sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita

1/2 rauðlaukur, grófsaxður

1/2 b fetaostur

5 sneiðar salamí, skornar í 2×2 cm bita

Skerið gúrkurnar eftir miðju og skerið í frekar grófar sneiðar, setjið í stóra skál ásamt grófsöxuðu salati, kasjúhneturm, ólífum, tómötum, rauðlauk, fetaosti og salamíi.

Dressing:

2-3 msk góð olía

safi úr 1/2 sítrónu

1 hvítlauksrif, saxað smátt

1 tsk hunang

2 msk mæjónes

1-2 tsk edik

salt og pipar

blandið öllu vel saman, hellið yfir salatið og látið standa í 30-60 mín.

One thought on “Grískt gúrkusalat

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *