Spergilkálssúpa Chloe

Spergilkalssupa

Spergilkálssúpa Chloe. Bragðgóðar grænmetissúpur renna ljúflega niður og eru alltaf kærkomnar – ekki síst núna þegar haustlægðirnar koma eins og á færibandi. Þá eru súpur oftast þægilegar í matreiðslu og taka ekki svo langan tíma. Þessi súpa kemur frá Chloe Coscarelli (með aðstoð Google má kynnast henni betur)

Spergilkalssupa

Spergilkálssúpa Chloe

2 msk kókosolía

1 laukur, saxaður

sjávarsalt

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 b grænmetissoð

2 b möndlumjólk

1 vænn hnaus af spergilkáli, saxaður gróft

3/4 b næringarger (nutritional yeast)

2 tsk sítrónusafi

nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti, léttsteikið lauk og hvítlauk bætið saltinu við. Látið saman við grænmetissoð, mjólk, og spergilkál. Látið sjóða í um 20 mín eða þangað til spergilkálið er soðið. Slökkvið undir og maukið. Bætið við næringargerinu, sítrónusafa og pipar.

PDF til útprentunar

3 thoughts on “Spergilkálssúpa Chloe

  • Af síðunni Máttur matarins.com:
   Nutritional yeast, eða næringarger, er einstaklega hollt og sérstaklega ríkt af b-vítamínum. Það bragðast mjög svipað og parmesan ostur og hentar því vel í staðin fyrir ost í brauð, buff, pottrétti, salöt

   • og af Heilsubankinn.is
    Næringarger er einnig ríkt af góðum amínósýrum og er auðugt af B-vítamínum, og því gott að bæta því við fæðuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *