Borsch – rússnesk rauðrófusúpa

Supa

Borsch – rússnesk rauðrófusúpa. Ætli frægasta rússneska súpan hljóti ekki að vera borsch, já ekki bara í Rússlandi heldur víðar í austrinu. Það er eins með þessa súpu eins og svo margt annað, það eru til margar útgáfur af Borsch-súpu.

Borsch – rússnesk rauðrófusúpa

1 laukur

1 msk olía

ca einn l vatn

kjötkraftur

1 lítið hvítkálshöfuð, saxað

4-5 kartöflur, skornar í bita

1 stór gulrót, skorin í bita

4-5 rauðrófur, skornar í bita

1 lárviðarlauf

2 msk tómatmauk

3-4 hvítlauksrif, söxuð

salt

sýrður rjómi

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Bætið við vatni, kjötkrafti, hvítkáli, kartöflum, gulrót, rauðrófum, lárviðarlaufi, tómatmauki, hvítlauk og salti. Látið sjóða í ca 30 mín. Berið fram með sýrðum rjóma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *