Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Sukkuladiterta Solla Eiriks

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks. Það er nú gaman að segja frá því að í afmælisgjöf fékk ég hráfæðisnámskeið hjá hráfæðisdrottningu Íslands sjálfri Sollu Eiríks. Á dögunum brugðum við Ragga og Björk undir okkur betri fætinum og skunduðum saman námskeið. Þetta var í alla staði frábært námskeið og vel uppbyggt – nú er ég endurnærður og fékk margar nýjar hugmyndir og mikinn innblástur. Solla hvetur fólk til að hafa að minnsta kosti helminginn af aðalréttadisknum hráfæði og byrja á því

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Botn:

50 g kókosmjöl

100 g möndlur

2 msk kókosolía (má nota hentusmjör)

30 g lífrænt kakóduft

150 g döðlur, saxaðar

100 g apríkósur, saxaðar

smá salt

Fylling:

3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst

1 1/2 dl agavesíróp (eða hlynssíróp)

1/2 dl kaldpressuð lífræn kókosolía

1/2 dl kakósmjör (má nota kókosolíu í staðinn)

4 msk lífrænt kakóduft

1 msk lucuma

smá cayenne pipar

smá himalayasalt

smá vatn eða kókosmjólk ef þetta er of þykkt og erfitt fyrir blandarann.

Botn: Setjið allt í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í heslihneturnar og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stórt hringlaga form eða mörg muffinsform, t.d. sílikonform. Sett í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling:

Blandið saman hnetum, agavesírópi og kókosolíu þar til hún er orðin silkimjúk. Bætið þá restinni af uppskriftinni út í og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn/botnana og látið í frysti.

Ofaná: Ristaðar kókosflögur eða kakónibbs til að skreyta (ef vill)

Ragga GislaRagnhildurGisla

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *