Speltbrauð

Speltbraud

Speltbrauð. Í föstudagskaffið kom Steinunn með tvær útgáfur af brauði sem hún gerð úr einni grunnuppskrift. Uppskriftin er af Café Sigrún en mun hér vera eitthvað breytt. Það er ekki bara gúffað í sig brauði og tertum í tíukaffinu á föstudögum, við erum líka með spurningakeppni. Sá sem sigrar fær heiðursnafnbótina Séní vikunnar.

Speltbrauð

5 dl spelt

1 dl haframjöl

1 – 2 dl fræ (sólblóma, graskers, hörfræ, sesam) eða kókosmjöl

1,5 msk vínsteinslyftiduft

1 tsk salt

4 dl vatn (getur þurft aðeins meira eða minna).

Svo má maður bara setja hvað sem er útí þessa grunnuppskrift, krydd, ólífur, gulrætur, fetaost, spínat…. bara prófa sig áfram

Blandið öllu varlega saman með sleif (ekki hræra of mikikð) og bakið í ca. 50 mín við 175° Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að það leki af sleifinni. En heldur ekki þurrt eins og þegar maður hnoðar deigið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *