Sítrónubaka Steinunnar

Sítrónubaka Steinunn

Sítrónubaka Steinunnar. Mikið óskaplega eru GÓÐAR sítrónubökur GÓÐAR. Steinunn bauð í mat á dögunum og hafði í eftirrétt sítrónuböku sem prúðbúnir veislugestir dásömuðu með tilheyrandi …hljóðum og fallegum lýsingarorðum.

Sítrónubaka Steinunnar

Botn:
180 g hveiti

90 g sykur

90 g lint smjör

1/3 tsk salt

3 eggjarauður

1 eggja hvíta til að pensla

Sítrónu fylling:

3-4 sítrónur

275 g sykur

4 egg

300 g smjör (bráðið)

Botn: Blandið saman hveiti, sykri og salti,  bætið við smjöri – blandið saman þannig að smjörið blandist jafnt í hveitið. Bætið eggjarauðum við og hnoðið deigið saman. Kælið.

Hitið ofninn í 190C . Fletjið út deigið með bökunarpappír yfir og undir. Setja deigið í ca. 22 cm bökuform (má gjarnan kæla aftur). Setjið inn í ofn með bökunarpappír með þurrkuðum baunum ofaná til að koma í veg fyrir að deigið bólgni.
Bakið í 15 mínútur – takið bökuna út og hendið pappír og baunum burt – penslið með eggjahvítu og setjið aftur í ofn í aðrar 8 mínútur .

Fylling:  rífið börkinn af 3-4 sítrónum, blandið saman við 225g sykur – þeytið eggjum saman við.  Bætið við safa úr  3-4 sítrónum.
Setjið skálina yfir pott  af sjóðandi vatni ( gæta þess að skálin snerta ekki vatnið) . Hrærið varlega en stöðugt þar til blandan þykknar um 20 mínútur. Látið kólna í 10 mínútur áður en smjörinu er hrært saman við þar til fyllingin verður silkimjúk. Setjið í formið og látið kólna í ísskáp áður en bakan er borin fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.