Kókoshnetusmjörterta

kókos hnetusmjör terta hráterta raw food Kókoshnetusmjörterta kaka súkkulaði
Kókoshnetusmjörterta

Kókoshnetusmjörterta.

Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTURSNICKERS

.

Kókoshnetusmjörterta

Botn:

3 dl kókosmjöl
1 ½ dl möluð hörfræ
1 ½ dl döðlur, saxaðar (leggið í bleyti í um 20 mín)
smá salt

Á milli:
1 ½ dl hnetusmjör

Krem:

1 ½ dl döðlur (leggið í bleyti í um 20 mín)
½ dl rúsínur
3 msk kókosrjómi (setjið kókosmjólk í íssáp í um 30 mín, þá harðnar rjóminn)
2-3 msk gott síróp
1/4 tsk salt
1 tsk vanilla
1-2 msk vatn

Súkkulaðihjúpur:

⅔ dl kókosolía, fljótandi
60 g gott dökkt súkkulaði
2 msk kakó
2 msk hunang
salt

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið lítið kringlótt form á tertudisk og „deigið“ í, þjappið.

Smyrjið hnetusmjöri yfir.

Krem: Setjið allt nema vatn í matvinnsluvél og maukið vel, bætið við vatni ef blandan er of þykk. Setjið yfir hnetusmjörið og kælið

Súkkulaðið: Setjið öll hráefnin í skál og blandið saman yfir vatnsbaði. Hellið yfir tertuna og kælið í um 30 mín.

Kókoshnetusmjörterta
Kókoshnetusmjörterta

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTUR

KÓKOSHNETUSMJÖRTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.