Salthnetukaka

Salthnetukaka Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi í dag. Það er afar gaman að gefa þeim að borða, ætli megi ekki segja að þeir taki hraustlega til matar síns. Þeim finnst kardimommur og kanill passa vel saman með eplunum, annar nefndi að hátíðarútgáfan af kökunni gæti verið með súkkulaðibitum.

Salthnetukaka

Salthnetukaka

4 græn epli

1 dl rúsínur

1 dl döðlur, saxaðar smátt

3 msk góð olía

1 væn msk kanill

1 tsk kardimommur

175 g smjör, mjúkt

1 msk sykur

175 g spelt eða heilhveiti

1dl salthentur

Afhýðið eplin og skerið í bita og setjið skál. Blandið saman við rúsínum, döðlum olíu og kryddi og setjið í botn í eldfast form. Hnoðið saman smjöri, sykri og heilhveiti og myljið yfir blönduna í forminu. Stráið salthnetum yfir. Bakið í ca 20-30 mín við 175°

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *