Bessastaðakökur

Bessastaðakökur, smjörkökur skírt smjör hvernig á að skíra smjör hvað er að skíra smjörArnar Kormákur, Bessastaðir, Vigdís Finnbogadóttir, jakóbína Thomsen, Grímur Thomsen, smjörkökur forsetinn forsetasetrið sauðlauksdalur
Bessastaðakökur

Bessastaðakökur

Áferðin á verðlaunasmákökum Kormáks minnti dómefndina á Bessastaðakökur. Vigdís Finnbogadóttir, sem var með okkur í dómnefndinni, er einstaklega fróð um alla heima og geima eins og alþjóð veit og auðvitað var ekki komið að tómum kofunum þegar talið barst að smákökum og öðrum bakstri. Þegar heim var komið fletti Vigdís upp í máðri handskrifaðri uppskriftabók sinni og deildi með okkur eftirfarandi um Bessastaðakökur:

„Föðursystur mínar, aldar upp á prestssetrinu í Sauðlauksdal upp úr fyrri aldamótum, -(en þar bauð prestsmaddaman hún amma mín sóknardætrum oft að koma að læra hannyrðir og matargerð), bökuðu alltaf þessar kökur fyrir jólin og gáfu okkur í fjölskyldunni í fallegum kössum fyrir hátíð. Þær sendu meira að segja box til æskuvinkonu minnar í Ameríku, þegar hún dvaldi þar um jól. En Bessastaðakökur voru þær kallaðar af því að þær voru sagðar ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsens þegar hann bjó á Bessastöðum á síðari hluta 19. aldar. Svo það er skáldakeimur af þessum mögnuðu smákökum.

🇮🇸

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURSAUÐLAUKSDALURSKÍRT SMJÖRFORSETIJÓLAUPPSKRIFTIR

🇮🇸

Vigdis Finnbogadóttir, Albert Eiriksson, Bergþór Pálsson
Bergþór, Vigdís og Albert

„Ég tók með mér þessa uppskrift þegar ég flutti til Bessastaða og þær voru alla mína tíð bakaðar þar – reyndar allan ársins hring – og bornar fram í silfurskál (eins og konfekt) með kaffi (og aðeins þær sem bakkelsi) öllum þeim sem komu í stutt viðtöl eða með einhver erindi, – það var alltaf öllum boðið kaffi að gömlum sveitasið.“ segir Vigdís forseti.

Bessastaðakökur

250 g hveiti

250 g smjör

125 g sykur

125 g flórsykur

grófur sykur

gróft malaðar möndlur (hnetur)

Smjörið brætt, látið storkna aftur og öll syrja skafin neðan af (skírt smjör). Blandið hveiti og sykri saman, myljið smjöri saman við. Hnoðið vel. Fletjið út en ekki mjög þunnt. Mótið frekar litlar kringlóttar kökur. Penslið eggi á miðjuna og stráið á grófum sykri og möndlum. Bakið við 180° í 9-10 mín.(fer eftir ofnum)

Þó ég sé talsmaður þess að minnka sykur í tertum og kökum gerði ég það ekki núna í þessari uppskrift en bætti við 1/2 tsk af salti. Eggið, möndlurnar/hneturnar og sykurinn eiga að vera í lítilli fallegri hrúgu á miðjunni.

🇮🇸

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURSAUÐLAUKSDALURSKÍRT SMJÖRFORSETIJÓLAUPPSKRIFTIR

— BESSASTAÐAKÖKUR —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.