Hvítlaukssteikt brauð með avokadó

P1013574

Hvítlaukssteikt brauð með avokadó. Hver kannast ekki við að vera banhungraður og „ekkert“ til? Samt er oftast eitthvað til…. Hér er bragðgott ráð: Skerið niður eitt hvítlauksrif og steikið í góðri olíu, steikið grófar brauðsneiðar í olíunni í nokkrar mínútur. Ofan á fer niðurskorið avókadó og tómatar. Stráið pipar og grófu salti yfir. Þetta má borða með kaldri sósu(pítusósu), hummús eða spínatsósu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *