Appelsínukaka á hvolfi

Appelsinukaka a hvolfi

Appelsínukaka á hvolfi. Eins og marg oft hefur komið fram skiptumst við á að koma með kaffimeðlæti í vinnunni á föstudögum. Það þarf vart að taka það fram að þetta þykja hinar bestu stundir og algjörlega ómissandi. Á meðan við borðum dásamlegt kaffimeðlætið er farið í spurningaleik. Sigurvegarinn hlýtur heiðursnafnbótina eftirsóttu: Séní vikunnar

Appelsinukaka á hvolfi terta kaka appelsínur kaffimeðlæti

Appelsínukaka á hvolfi

Ofan á:

2 dl sykur

1 dl vatn

smá salt

vanillustöng eða vanillu extrakt

2 appelsínur, skornar í þunnar sneiðar

Kakan:

4 egg

2 dl sykur

1 tsk vanillu exgtrakt

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

150 g smjör, brætt

2 dl möndlumjöl

Súkkulaðikrem:

150 g gott dökkt súkkulaði

2-3 msk góð matarolía

Ofan á: Setjið vatn, sykur, vanillu og salt í pönnu, bætið appelsínusneiðunum saman við og sjóðið á lágum hita án loks í 10-15 mín. Látið kólna.

Kakan: Þeytið vel saman eggjum, sykri og vanillu. Blandið saman þurrefnunum og setjið út í ásamt smjörinu. Smyrjið tertuform, raðið appelsínusneiðunum þétt í botninn (þannig að þær fara yfir næstu sneið). Hellið deiginu yfir og bakið í 40 mín við 160°

Krem: Bræðið súkkulaði í vatnsbaði ásamt olíunni. Berið kremið með eða setjið kremdoppur yfir tertuna.

Screen Shot 2013-11-29 at 08.09.46Screen shot 2014-01-17 at 18.02.11

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.