Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur dóra Emils listaháskólinn FYLLT PAPRIKA
Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur.

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur.

Þessi uppskrift er, eins og margar aðrar góðar, frá Dóru í Listaháskólanum.

Karrý er ekki sama og karrý, það er eitthvað sem lærist með árunum. Hef ekki tölu á öllum þeim karrýtegundum sem ég hef prófað í gegnum tíðina, vöndum karrývalið. Þar sem allur osturinn kláraðist stráði ég kókosmjöli yfir og bakaði svo.

.

DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINNPAPRIKURKJÚKLINGABAUNIR

.

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur

1 laukur

5 msk góð olía

3 msk kókosolía

3 hvítlauksrif

1 msk saxað ferskt basil

1 tsk timían

1 tsk gott karrý

1 dl rúsínur

2 soðin egg, söxuð smátt

2 dl soðið bygg

2 dl soðið hirsi (eða kínóa)

1 ds kjúklingabaunir

1 dl rifinn ostur

1 dl fetaostur, saxaður

1/2 ds kókosmjólk

cayannepipar

salt og pipar

4-5 rauðar paprikur

Sjóðið bygg og hirsi/kínóa í sitthvorum pottinum samkvæmt leiðbeiningum.

Saxið lauk og steikið í olíunum í sæmilega stórum potti, bætið við hvítlauk, basil, timían og  karrýi – steikið við lágan hita í stutta stund.

Bætið við eggjum, byggi, hirsi, kjúklingabaunum, osti, kókosmjólk, salti og pipar.

Látið sjóða í stutta stund.

Skerið paprikurnar í helming og fræhreinsið. Fyllið þær og bakið í um 45 mín á 150°

Svo má líka setja nokkrar ólífur saman við

.

DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINNPAPRIKURKJÚKLINGABAUNIR

FYLLTAR PAPRIKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.