Döðluterta

Dodluterta

Döðluterta. Þær eru margar útgáfurnar af döðlutertum, misgóðar eins og gengur en ég lofa því að þessi er góð. Einföld og góð terta sem getur ekki klikkað – bökum með kaffinu

Döðluterta

1 b döðlur

2 msk hveiti

1 1/2 dl sykur

2 dl kókosmjöl

100 gr saxað gott dökkt súkkulaði

2 egg

1 tsk lyftiduft

Döðlur klipptar út í 2 msk hveiti, öllu öðru blandað saman við þær og hrært saman. Bakað við 175°C í u.þ.b. 35-40 mín.

Kakan kæld, 1/2 l rjómi þeyttur og settur ofan á. rífið súkkulaði yfir

Dodlutertan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *