Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

lax cummin

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu. Að grunni til tengist þessi uppskrift Norður-Afríku en hefur tekið smá breytingum eins og gengur. Látið ekki kryddmagnið fæla ykkur frá því að prófa réttinn.

Ofnbakaður lax með sætri kartöflu

1 laxaflak

3-400 g sæt kartafla

safi úr 1/2 sítrónu

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 msk kúmín

2-3 msk olía

1 tsk chili

2 msk kóríander

salt.

Rífið kartöfluna niður á rifjárni og setjið í skál. Blandið saman við sítrónusafa, hvítlauk, olíu og kryddum. Leggið fiskinn í eldfast form, setjið kartöflukryddmaukið yfir og vakið í um 15 mín við 170° (tíminn fer eftir þykkt laxins og ofnum)

Lax cummin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *