Karmelluostakaka með oreobotni

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Karmelluostakaka með oreobotni. Sóley sá um föstudagskaffið í vinnunni – ó ég elska föstudagskaffið…

Karmelluostakaka með oreobotni

Botn:

20 oreo kexkökur, krem fjarlægt

5 msk smjör, brætt

2 msk sykur

Ostakakan:

900 g rjómaostur, við stofuhita

220 g púðusykur

2 msk smjör, brætt

5 egg

2 tsk vanilludropar

Karmellusósa:

300 g sykur

60 ml vatn

1 tsk sítrónusafi

240 ml rjómi

Botn aðferð
Myljið oreokökurnar smátt niður. Blandið kökum, smjöri og sykri vel saman. Látið blönduna í olíusmurt form. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur. Kælið.

Ostakakan aðferð
Hrærið rjómaosti og sykri saman í hrærivél á miklum hraða þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þvi næst smjöri saman við og síðan eggjum, einu í einu. Hrærið að lokum vanilludropunum út í. Hellið því næst blöndunni yfir botninn.
Bakið i ofni við 175°c hita í um 1 klukkustund og 15 mínútur. Kæli vel áður en hún er borin fram.

Karmellukrem aðferð
Látið sykur, vatn og sítrónusafa á pönnu við meðalhita þar til sykurinn hefur bráðnað. Látið þá blönduna sjóða án þess að hræra í henni þar til blandan fer að dökkna lítillega. Lækkið þá hitann og látið malla í um 8 mínútur. Bæti þá rjómanum varlega saman við og látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til karmellan hefur þykknað. Kælið lítillega og hellið síðan yfir ostakökuna.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *