Tómatsalsa

Tómatsalsa Tómatar salsa hvítlaukur hráfæði raw food salat

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað – er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið. Trixið er eiginlega að brauðið sé ekki of nýtt og því tilvalið að búa þetta til ef maður hefur aðeins ofreiknað í innkaupum.

Tómatsalsa

250 gr niðurskornir kirsuberjatómatar (verða að vera vel rauðir og þroskaðir)

1 pressað hvítlauksrif

nokkur basilikulauf smátt skorin

klípa flögusalts

ca 3-4 msk olía

ca 1 tappi balsamico eða eftir smekk

Má líka setja ferskmalaðan svartan pipar, ef vill.

Blandið öllu saman og látið bíða í drykklanga stund.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.