Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað. Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað" segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

Lesa meira...

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Lesa meira...

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).

Lesa meira...

Sætkartöflumús

Saetkartoflumus

Sætkartöflumús. Það er gott að krydda „venjulega" kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

Lesa meira...

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.

Lesa meira...