Gaeng hung wao tao hu

Gaeng hung wao tao huA

Blómkáls kús kús salat. Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Lesa meira...

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Lesa meira...

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka 🙂 Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.

Lesa meira...

Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu. Fleiri og fleiri prófa sig áfram í hráfæðinu og er það vel. Hráfæðistertur eru bæði hollar, auðgerðar og góðar. Stundum stendur í uppskriftunum að leggja skuli í bleyti (þurrkaða ávexti, hnetur eða fræ), það er ástæðulaust að henda vatninu að því loknu – vatnið má nota t.d. í búst. Fyrir fund á dögunum snaraði Soffía í þessa tertu sem var borðuð upp til agna og lofuð í hástert. Auðsótt var að fá uppskriftina hjá Soffíu.

Lesa meira...