Bláberjaostaterta

Blaberjaostaterta

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Þessa tertu útbjó ég gjarnan á sunnudögum þau ár sem ég var með kaffihúsið á Fáskrúðsfirði sælla minninga. 

Bláberjaostaterta

Botn:

100 g smjör

1/3 b dökkur púðursykur

3 msk  ólífuolía

1 b hveiti

1 b möndluflögur

1/2 tsk salt.

Fylling:

450 g rjómaostur eða 200 g rjómaostur og 1 box maskarpone

1 kúfuð msk bláberjasulta

2 dl bláber (fersk eða frosin)

1 tsk vanilla

1 peli rjómi, þeyttur

bláber til skrauts

Botn: Hrærið saman smjör og sykur, bætið við olíu, hveiti, möndlum og salti. Setjið í frekar lítið kringlótt form og bakið við 175ˆC í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.

Fylling: Setjið ost í hrærivélaskál og þeytið hann, bætið við bláberjasultu og vanillu. Blandið þeytta rjómanum saman við og loks bláberjunum (passið að þau fari ekki alveg í sundur). Setjið botninn á tertudisk og látið hringinn aftur utan um hann. Hellið fyllingunni yfir botninn, dreifið úr og skreytið með bláberjum. Kælið í amk klst, rennið blautum hníf meðfram tertunni og losið þannig hringinn frá.

Endilega deilið uppskriftinni 😉

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

Vaskir Listaháskólanemendur gæddu sér á tertunni milli þess sem þeir tóku til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *