Bláberjaostaterta

Bláberjaostaterta bláber rjómaostur bláberjasulta Fáskrúðsfjörður kaffihús Templarinn
 Bláberjaostaterta, kjörin terta með sunnudagskaffinu.

 Bláberjaostaterta, kjörin terta með sunnudagskaffinu.

Nú skulum við taka höndum saman og minnka sykur í öllum mat, ekki síst í tertum. Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum að stórum hluta ábyrg á eigin heilsu.

Þessa tertu útbjó ég gjarnan á sunnudögum þau ár sem ég var með kaffihúsið á Fáskrúðsfirði sælla minninga.

☕️

SKYRTERTURBLÁBERTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

☕️

Bláberjaostaterta

Botn:

100 g smjör

1/3 b dökkur púðursykur

3 msk  ólífuolía

1 b hveiti

1 b möndluflögur

1/2 tsk salt

Fylling:

450 g rjómaostur eða 200 g rjómaostur og 1 box maskarpone

1 kúfuð msk bláberjasulta

2 dl bláber (fersk eða frosin)

1 tsk vanilla

1 peli rjómi, þeyttur

bláber til skrauts

Botn: Hrærið saman smjör og sykur, bætið við olíu, hveiti, möndlum og salti. Setjið í frekar lítið kringlótt form og bakið við 175ˆC í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.

Fylling: Setjið ost í hrærivélaskál og þeytið hann, bætið við bláberjasultu og vanillu. Blandið þeytta rjómanum saman við og loks bláberjunum (passið að þau fari ekki alveg í sundur). Setjið botninn á tertudisk og látið hringinn aftur utan um hann. Hellið fyllingunni yfir botninn, dreifið úr og skreytið með bláberjum. Kælið í amk klst, rennið blautum hníf meðfram tertunni og losið þannig hringinn frá. Endilega deilið uppskriftinni 😉

SKYRTERTURBLÁBERTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Bláberjaostaterta kaka terta Vala Kristín eiríksdóttir Blár birna rún eiríksdóttir Kjartan Darri þuríður blær jóhannsdóttir
Vaskir Listaháskólanemendur gæddu sér á tertunni milli þess sem þeir tóku til.

☕️

— BLÁBERJAOSTATERTAN —

☕️☕️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.