Sterkur indverskur pottréttur

Sterkur indverskur pottréttur kjúklingabaunir indland
Sterkur indverskur pottréttur

Sterkur indverskur pottréttur

Held ég gleymi seint fyrstu upplifun minni af indverskum mat. Íslenskt hreystimenni, kominn af víkingum (not) sem kalla ekki allt ömmu sína var ég staddur veitingastað í ónefndri borg pantaði ég mildan indverskan karrýrétt…. Þrátt fyrir að hafa drukkið einn eða tvo lítra af vatni með gekk lítið að ljúka af diskinum. En svo má illu venjast að gott þyki 🙂

INDLANDPOTTRÉTTIR

.

Sterkur indverskur pottréttur

Pasta:

2 laukar

6-7 hvítlauksrif

4 cm engifer

lítil dós tómatpurré

olía

1 Habanero chili eða nokkrir 6-10 chili úr næstu búð

1 tsk túrmerik

1 tsk Garam masala

1 tsk kúmmín

1 tsk kóriander fræ

Sett á pönnu með 2 kanilstöngum, 7 kardimommufræjum. Steikt grænmeti t.d. fennel, sæt kartafla, sveppir, zucchini, blómkál, brokkólí. Þá fer út í 1 dós kjúklingabaunir,
Soðið meðan hrísgrjónin sjóða. Síðast er 1 dós kókosmjólk bætt út í (í staðinn má hafa 1 tómatadós, sem þá er sett út í áður en byrjað er að sjóða), 1 bolli vatn. Sætt með t.d. 1 msk af hunangi.

… Æði með miklu af hrísgrjónum, Naan brauði og með er drukkið lassi sem er mango drykkur úr jógúrt og mjólk. http://www.foodnetwork.com/recipes/jamie-oliver/mango-lassi-recipe.html#!

INDLANDPOTTRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.