Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Lesa meira...

Kartöflusalat með apríkósum

Kartoflusalat

Kartöflusalat með apríkósum. Aðalgrilltíminn er runninn upp og grillilminn mun væntanlega leggja yfir byggð ból á landinu næstu mánuði.
Satt best að segja át ég yfir mig af soðnum kartöflum í æsku og kemst vel af án þeirra. Þetta er afar gott kartöflusalat með apríkósum sem bragðast vel með grillmatnum. Það er tilvalið að útbúa með góðum fyrirvara, sumir eru jú í tímahraki.

Lesa meira...

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Lesa meira...