Kartöflusalat með apríkósum

Kartoflusalat

Kartöflusalat með apríkósum. Aðalgrilltíminn er runninn upp og grillilminn mun væntanlega leggja yfir byggð ból á landinu næstu mánuði.
Satt best að segja át ég yfir mig af soðnum kartöflum í æsku og kemst vel af án þeirra. Þetta er afar gott kartöflusalat með apríkósum sem bragðast vel með grillmatnum. Það er tilvalið að útbúa með góðum fyrirvara, sumir eru jú í tímahraki.

Kartöflusalat með apríkósum


1 kg soðnar kartöflur

250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar

1 vænn rauðlaukur, skorin frekar smátt

ca 3 msk ólífuolía

maldonsalt

svartur grófmalaður pipar

Skerið kartöflurnar í bita, blandið apríkósum, rauðlauk, olíu, salti og pipar varlega saman við. Sátið salatið standa í ísskáp í nokkra tíma, þess vegna yfir nótt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *