Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff. Buff eins og þessi má borða með góðu sumarlegu salati og kaldri sósu. Einnig er kjörið að hafa þau í pítubrauði eða hamborgarabrauði. Sjálfum fannst mér heldur lítið hvítlauksbragð og ætla að hafa amk tvö hvítlauksrif næst 🙂 Til tilbreytingar má setja 1 msk af saxaðri basilíku saman við deigið.

Erlenda heitið á kúrbít, SQUASH er komið úr máli Narragansett-indjána og þýðir „eitthvað grænt!.

Kúrbítsbuff

4 dl rifinn kúrbítur (ca einn meðalstór kúrbítur)

2 egg

1 laukur, saxaður

1 dl heilhveiti

1 dl rifinn Parmesan ostur

1 dl rifinn mozzarella ostur

1 hvítlauksrif, saxað

salt, pipar og chili

1 dl brauðrasp

olía til steikingar.

Blandið saman kúrbít, eggjum, lauk, heilhveiti, osti og kryddi, hvítlauk og blandið vel saman. Útbúið buff með höndunum, veltið því upp úr raspinu og steikið í olíunni við lágan hita í dágóða stund.

2 thoughts on “Kúrbítsbuff

  1. Takk fyrir uppskriftir sem ég hef bæði fengið í dagblöðum og á netinu frá þér.
    Hef prófað nokkrar og er mjög ánægð með þær, enda er ég m. mataróþol og þarf að borða hollt v. of hás kólesterols.

Leave a Reply to Halldóra Jóhannsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *