Færeysk eplakaka

Færeysk eplakaka Færeysk eplakaka

Færeysk eplakaka. Í vel heppnaðri tónleikaferð bauð María frænka mín til veislu eftir tónleikna í Neskaupstað. Frá þeim hjónum fer enginn svangur. Meðal þess sem boðið var upp á var færeysk eplakaka sem bragðaðist einstaklega vel og með henni sósa búin til úr vanilluskyri og rjóma.

Færeysk eplakaka

500 g græn epli

125 g sykur

8 msk brauðrasp

2 msk kanill

2 msk rúsínur

2 msk jarðarberjasulta

50 g möndlur

25 g smjör í bitum

2 dl rjómi

2 dl vanilluskyr.

Flysjið eplin og skerið í báta, saxið möldlurnar smátt. Blandið saman sykri, raspi og kanil. Smyjið eldfast form, látið eplin í, stráið rúsínum, möldlum og raspi yfir. Loks fer jarðarberjasultan og smjörið yfir. Bakið í 180° heitum ofni í um 30 mín. Þeytið rjómann, bætið vanilluskyri við og berið fram með nýbakaðri kökunni.

Færeysk eplakaka

2 thoughts on “Færeysk eplakaka

  1. Hvað á kona að gera við 2 1/2 dl. af rjóma sem er í uppskr. Er mjög spennt að heyra. bestu kveðjur, Hugrún

    • Já góðu ábending. Rjóminn er þeyttur og blandað saman við hann vanilluskyri sem er svo borið fram með heitri kökunni. Er búinn að laga 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *