Færeysk eplakaka

færeyjar matur Færeysk eplakaka eplakaka epli kanill Sætabrauðsdrengirnir færeyjar uppskrift baka maría GUÐJÓNSDÓTTIR neskaupstaður norðfjörður guðjónsdóttir brynhildur guðjónsdóttir kjartan valdemarsson hanna epli eplakaka kanill kanilsykur
Færeysk eplakaka

Færeysk eplakaka

Í vel heppnaðri tónleikaferð bauð María frænka mín til veislu eftir tónleikana í Neskaupstað. Frá þeim hjónum fer enginn svangur. Meðal þess sem boðið var upp á var færeysk eplakaka sem bragðaðist einstaklega vel og með henni sósa búin til úr vanilluskyri og rjóma.

— EPLAKÖKURFÆREYJARNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI

.

Færeysk eplakaka Hanna, Bergþór, Albert María mæja Brynhildur Kjartan
Hanna, Bergþór, Albert, María, Brynhildur, Heimir og Kjartan

Færeysk eplakaka

500 g græn epli

125 g sykur

8 msk brauðrasp

2 msk kanill

2 msk rúsínur

2 msk jarðarberjasulta

50 g möndlur

25 g smjör í bitum

2 dl rjómi

2 dl vanilluskyr.

Flysjið eplin og skerið í báta, saxið möndlurnar smátt. Blandið saman sykri, raspi og kanil. Smyjið eldfast form, látið eplin í, stráið rúsínum, möldlum og raspi yfir. Loks fer jarðarberjasultan og smjörið yfir.

Bakið í 180° heitum ofni í um 30 mín. Þeytið rjómann, bætið vanilluskyri við og berið fram með nýbakaðri kökunni.

Færeysk eplakaka
Færeysk eplakaka.

.

— EPLAKÖKURFÆREYJARNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI

— FÆREYSK EPLATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.