Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Hnetu- og vaxta-köku-brauð IMG_5401

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð. Þeir sem ekki vilja egg eða þola illa egg geta notað (og flest brauð og kökur) chiafræ eða mulin hörfræ í staðinn, eða blandað saman. Þá þarf eina msk af fræjum og þrjár af vatni sem gott er að blanda saman og láta standa í um tíu mín.

Lesa meira...

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Lesa meira...

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)

Lesa meira...

Sólberjasulta

Sólber Sólberjasulta

Sólberjasulta. Mikið óskaplega eru sólber bragðgóð og holl. Þegar við erum duglegir að tína sólber, þá sultum við úr hluta og pressum safann úr restinni af berjunum(og öðrum berjum) og frystum í klakapokum – klakana notum við svo í búst. Hratið má t.d. þurrka og blanda saman við múslí. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta auðvitað soðið berin ásamt sykri, sítrónu og salti og pressað svo í gegnum sigti eða grisju.

Lesa meira...

Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta

Roloterta Kötu. Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi - ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.

Lesa meira...

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Lesa meira...

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

Lesa meira...