Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta

Roloterta Kötu. Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi – ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.

Roloterta Kötu

Botn

130 g makkarónukökur

80 g smjör, brætt

4 msk olía

smá salt

Fylling:

300 g rjómaostur

130 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl rjómi, þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi

3 pk Rolo

Setjið smjörpappír á botninn á 24-26 cm smelluformi. Myljið makkarónukökurnar gróft í skál, blandið smjöri, olíu og salti saman við. Setjið í formið og þjappið.

Hrærið rjómaost, flórsykur og vanillu saman. Balndið þeyttum rjoma saman við og hellið blöndunni ofan á botninn, sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og Rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og hellið yfir ostablönduna. Frystið. Berið kökuna fram háffrosna.

Vinkvennakaffi

Kata er lengst til hægti á myndinni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *