Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur Vala Völu Kolla Kolbrún karlsdóttir valhnetur
Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari með kókosbollum

Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og “dettum í það” Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra…).

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Rabarbari með kókosbollum

ca 5 dl rabarbari skorinn í bita

5 msk sykur

1 dl rjómi

4 msk vatn

1 tsk vanilla

1 dl Ritz kex, mulið gróft

1 dl salthnetur

4-6 kókosbollur

Brúnið sykurinn í potti (þannig að hann verði ljósbrúnn) stöðvið brunann með rjóma og vatni, bætið við vanillu og látið rabarbarann velta í þunnri karamellunni í um 5 mín. við lágan hita. Setjið rabarbarann í eldfast form, stráið Ritzkexi og salthnetum yfir. Skerið kókosbollurnar langsum og leggið yfir þannig að sárið vísi upp. Bakið við 155° í um 30 mín.

Rabarbari kókosbollur
Rabarbari með kókosbollum

RABARBARIKÓKOSBOLLURSALTHNETUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.