Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff eskifjörður Sólveig Eiríksdóttir lifrabuff Fjölnir Guðmannsson brimnes lambalifur lifur innyfli íslenskur matur
Sólveig og Fjölnir

Lifrarbuff frá Eskifirði

Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina – hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ….

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIR

.

Lifrarbuff
Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff frá Eskifirði

450 g lifur, hreinsuð og í bitum

250-300 g soðnar kartöflur, brytjaðar

1 laukur

1 dl heilhveiti

1/4 tsk pipar

1/2 tsk salt

1/4 tsk paprikuduft

1/4 tsk karrí

1/4 tsk hvítlauksduft

Hakkið saman lifur, kartöflur og lauk (eða setjið í matvinnsluvél). Hrærið saman við heilhveiti og kryddi.

Blandið öllu saman og látið standa í um 30 mín. Steikið í olíu á pönnu.

.

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIR

— LIFRARBUFF FRÁ ESKIFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.