Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk. “Fékk þessa uppskrift frá vinkonu minni Kristjönu Stefáns, hún setur líka smá hrátt villiblómahunang saman við. Svo á ég aðra vinkonu sem skellir þessu ásamt einu gænu epli í gegnum safapressuna og lætur svo vatnið í gegn í lokin til að ná sem mestu af gæðunum úr pressunni.”

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

ferskt turmerik (3-4 bitar)

ferskt rifið engifer (einn vænn biti)

svartur pipar eða Cayenna pipar eftir smekk

safi úr einni sítónu

Allt sett í blandara með vatni ca 600 ml.

Það er allt og sumt 😉

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *