Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

Túnfiskssalat

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns. Kristjana Stefánsdóttir er ekki bara gleðigjafi í tónlist og söng, heldur er hún með listafingur í eldhúsinu og nef fyrir öllu sem er gott og m.a.s. líka hollt. Þátttakendur í Eddunni, 40 ára afmælissýningu Eddu Björgvins fengið að kynnast því á æfingum. Ég bað Kristjönu að senda mér uppskriftina sem kom um hæl með einni skemmtilegri ásláttarvillu sem ég breytti ekki. Samsetningin passar ótrúlega vel saman.

Túnfisksalat Kristjönu Stefáns

2 dósir tónfiskur (í olíu)

2 hvítlauksrif skorið smátt

2-3 stilkar af vorlauk eða hálfur venjulegur laukur skorinn smátt

15-20 döðlur skornar smátt

15-20 grænar ólívur skornar smátt

hálf krukka af fetaosti-milja ostbitana í smátt

Ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum, eftir smekk

(stundum á ég það ekki og skelli þá í staðin einhverju ítölsku kryddi sem ég á í staðinn t.d.oreganó, basil eða timjan, eða bara smá af öllu)

Grófmalaður svartur pipar eftir smekk

Góð olía eftir smekk
(Ég nota lífrænu sólblómaolíuna frá Yggdrasil, mæli með að nota bragðlausa olíu, olívuolía er of dóminerandi)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *