Konfektkökur

Konfektkökur

Konfektkökur. Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni. Fjölmargar uppskriftir úr smákökusamkeppninni eru í Gestgjafanum sem var að koma út.

Konfektkökur

250 g hveiti (Kornax að sjálfsögðu)

250 g smjör

250 g sykur

1 tsk salt

1 egg

400 g Odense marsipan

rifsberjahlaup, eða önnur sulta eftir smekk hvers og eins

400 g síríus konsum súkkulaði

valhnetukjarnar til að skreyta með

Hitið ofninni í 150°C  Myljið smjörið í hveitið. Blandið sykri og salti saman við. Bætið eggi út í og hnoðið í samfellt deig. Kælið deigið vel. Fletjið deigið þunnt út og stingið út litlar kökur. Raðið þeim á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í 20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Kælið botnana. Fletið marsípanið út. Fallegast er að hafa það álíka þykkt og botnarnir eru. Stingið það út í sömu stærð og botnaririr eru. Leggið köku og marsipan saman með þunnu laig af sultu á milli. Bræðið súkkulaði yfir vatnasbaði. Hjúpið hverja köku – leggið valhnetu yfir.

Smákökusamkeppni

Hér er verið að búa sig undir að smakka

Sætabrauðsdrengirnir

Sætabrauðsdrengirnir birtust óvænt og fengu að smakka brot af því besta – sigursmákakan trónir efst á bakkanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *