Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Konráð Jónsson jólabakstur súkkulaðikökur súkkulaðismákökur smákökusamkeppni grgs fleur de sel góðar smákökur
Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel

SMÁKÖKUR -— JÓLINKONRÁÐ JÓNSSON

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur jólabakstur dagur b eggertsson konni konráð jónsson
Dómnefndin og sigurvegarinn; Dagur B. Konráð, Bergþór og Albert

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Þessi uppskrift gerir ca. 32 stk

470 g hveiti

2 msk maizenamjöl

1 ½ tsk lyftiduft

1 ¼ tsk matarsódi

1 ¼ tsk salt

280 g smjör, mjúkt

200 g sykur

250 g púðusykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

200 g súkkulaði, saxað

Hrærið saman sykri, púðursykri og smjöri þar til blandan er orðin létt og ljós eða í kringum 3-5 mínútur. Bætið út í einu eggi í einu og látið síðan vanilludropa saman við. Blandið saman í skál hveiti, sterkju, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið það síðan smátt og smátt saman við hitt en varist að hræra of lengi. Bætið súkkulaðinu saman við.
Geymið í amk. sólahring í kæli. (Má sleppa.)
Mótið við litlar kúlur úr deiginu, látið á smjörpappír með góðu bili á milli. Stráið Fleur de sel yfir (mjög litlu, annars verða þær of saltar).
Bakið í 10-12 mínútur við 175°C.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur dagur borgarstjóri reykjavík smákökur smákökusmakk
Dómnefndin að störfum

— FLEUR DE SEL – SÚKKULAÐIBITAKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.