Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur

Riz à l’amande eftirréttur. Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu. Stúlkan sú sem kölluð var Bogga hafði lært á einum af þessum kvennaskólum í Kaupmannahöfn. Þið megið gjarnan deila þessum frábæra jólaeftirrétti á Facebókinni, Pinterest og víðar.

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande:

1 1/2 dl grautargrjón

1/2 l mjólk

1 tsk vanilla

2 msk sykur

1/2 tsk salt

1 peli rjómi þeyttur

1 msk möndluflögur

 

Sveskjumauk:

2 b sveskjur

vatn

smá salt

2 msk Grand Marnier

 

ca 20 makkarónukökur

1 1/2 dl portvín

100 g marsipan

 

Setjið hrísgrjón, mjólk, vanillu, salt og sykur í pott og sjóðið í um 30 mín. Kælið.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við grautinn ásamt möndluflögunum.

Saxið sveskjurnar og setjið í pott ásamt vatni, salti og Grandi. Sjóðið í um 10 mín. Kælið.

Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn, hellið portvíni yfir. Dreifið sveskjumaukinu þar yfir. Skerið marsípanið í sneiðar og leggið yfir. Setjið Riz à l’amande yfir. Skreytið t.d. með jarðarberjum, sveskjum og vínberjum.

IMG_6683Ris a la mande

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *