Kókosköku- uppskrift múttu

Kókoskaka

Kókosköku- uppskrift múttu! Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju)

Kókosköku- uppskrift múttu

Botnar:

4 eggjahvítur

1 bolli sykur

2 bollar kókosmjöl

100 g brytjað dökkt súkkulaði

Á milli:

1 peli rjómi

250 g fersk jarðarber

15 makkarónur

Grand Marnier

Þeytið vel saman eggjahvítum og sykri vel saman. Blandið kókosmjöli og súkkulaði varlega saman við. Setjið í 2 form bakið við 150 gr í ca 30 mín. kælið

Setjið annan botninn á tertudisk. Þeytið rjómann, skerið jarðarberin gróft og blandið þeim saman við – dreifið yfir botninn. Vætið makkarónukökurnar í Grandi og leggið ofan á. Setjið loks hinn botninn yfir. Látið tertuna standa í ísskáp í nokkrar klukkutíma áður en hún er borin fram.

One thought on “Kókosköku- uppskrift múttu

  1. Þessi er líka rosaleg góð með rabbabararjóma á milli:

    ca. 600 gr. rabbabari og vanillusykur bakaður í ofni í klukkustund, álpappír yfir.

    Sett í sigti og rabbabarinn kældur og maukaður í sigtinu með gafli.

    Blandað við þeyttan rjóma þegar rabbabarinn er kaldur og búið að leka úr honum vökvinn.

    kv.Ólöf

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *