Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.

Lesa meira...

Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat

Kjúklingabauna- og avókadósalat. Einfalt, ódýrt og bragðgott salat sem hentar með öllum mat. Heyrði einhvern tíman ágætt ráð til að fá heimilisfólk til að borða meira af grænmeti; hafa grænmetið/meðlætið í amk tveimur útgáfum. Þeas t.d. bakað og hrátt, steikt og soðið.... Borðum og borðum grænmeti

Lesa meira...

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

Lesa meira...

Hrökkkex

Hrökkkex

Hrökkkex. Sumir lenda í vandræðum með hratið, eftir að hafa pressað sér grænmetis- og ávaxtasafa. Hratið má td. nota í ýmsa grænmetisrétti eða í kex eins og þetta. Að lokinni pressun morgunsins urðu eftir um 2 dl af hrati úr spínati, engiferi, sellerýi, mangó, gulrótum og steinselju. Þá voru brettar upp ermar og bakað hollt og gott hrökkkex.

Lesa meira...

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta

Sítrónuterta með stóru S-i. Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

Lesa meira...